Tvíhliða dýr (fræðiheiti: Bilateria) eru stórt undirríki dýra sem fá einkennandi tvíhliða samhverfa líkamsbyggingu (vinstri og hægri hlið sem eru spegilmynd hver annarrar) við fósturþroska. Líkamsbyggingin hverfist þannig um miðás þar sem á einum enda er höfuð og á hinum endanum er hali. Auk þess hafa slík dýr bakhlið og framhlið. Nær öll tvíhliða dýr halda þessari líkamsbyggingu allt þroskaskeiðið. Helsta undantekningin eru skrápdýr sem verða geislótt samhverf þegar þau ná fullum þroska þótt þau séu tvíhliða á fósturstigi. Höfuðmyndun er líka einkenni á tvíhliða dýrum þar sem skynfæri og taugahnoðu koma saman í öðrum enda dýrsins.

Tvíhliða dýr

Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Undirríki: Eiginleg vefdýr (Eumetazoa)
Grein Bilateria
Hatschek, 1888
Subdivisions
Samheiti

Triploblasts Lankester, 1873

Tvíhliða dýr eru einn af fimm ættleggjum dýra. Hinir eru svampdýr, holdýr, kambhveljur og flögudýr. Tvíhliða dýr eru nær öll með þrjú fósturlög: innlag, miðlag og útlag. Fyrir utan flatorma og kjálkaorma eru allar fylkingar tvíhliða dýra með meltingarveg, með munn á öðrum enda og endaþarmsop á hinum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.