Endaþarmsop
Endaþarmsop er ytra op endaþarms dýra. Lokun hans er stjórnað af hringvöðva. Saur er þrýst úr úr líkamanum í gegnum endaþarmsopið við saurlát, sem er aðaltilgangur endaþarmsopsins. Flest dýr hafa hólklaga meltingarveg með munn á öðrum endanum og endaþarmsop á hinum.
Endaþarmsopið er þekkt undir mörgum öðrum heitum, svo sem „bakrauf“, „rassgat“ eða „taðgat“.