Tortímandinn

kvikmynd frá 1984

Tortímandinn (e.The Terminator) er bandarísk kvikmynd frá árinu 1984 sem bæði er leikstýrt af og skrifuð af leikstjóranum og handritshöfundinum James Cameron. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Linda Hamilton, Arnold Schwarzenegger og Michael Biehn. Kvikmyndin er sú fyrsta í því sem seinna varð sería framhaldsmynda sem allar snúast um uppreisnarsinnann og skæruliðann John Connor, móður hans Söru Connor og baráttu síðustu manna jarðar við Skynet, vélrænan ógnvald sem hefur öðlast sjálfsvitund sökum framúrskarandi gervigreindar og hefur tekið þá ákvörðun að þurka mannkynið út.

Tortímandinn
The Terminator
LeikstjóriJames Cameron
HandritshöfundurJames Cameron
FramleiðandiCinema '84 Pacific Western
LeikararLinda Hamilton

Arnold Schwarzenegger

Michael Biehn
Frumsýning27. okt 1984
Lengd107 mín
Tungumálenska
AldurstakmarkBönnuð innan 16 ára

Sjá einnig breyta