Cameron Todd Willingham

(Endurbeint frá Todd Willingham)

Cameron Todd Willingham (9. janúar 196817. febrúar 2004) var Bandaríkjamaður sem var dæmdur fyrir að myrða dætur sínar þrjár með íkveikju á heimili þeirra í Corsicana í Texas 23. desember 1991. Hann hlaut dauðadóm fyrir og var tekinn af lífi árið 2004.

Fyrir rétti var málið byggt á því að Willingham hefði kveikt í húsinu til þess að breiða yfir misnotkun á dætrum sínum þrátt fyrir það að engar vísbendingar lægju fyrir um einhverskonar misnotkun á stúlkunum. Fyrrverandi kona Willingham, Stacy Kuykendall, bar fyrir rétti að hann myndi aldrei gera neitt sem myndi skaða börn þeirra.

Árið 2009 höfðu miklar framfarir átt sér stað í rannsóknum á eldsvoðum og í framhaldi af því lágu fyrir ný sönnunargögn í málinu. Þau bentu til þess að þau gögn sem lögð höfðu verið fram í málinu væru ekki næginlega sannfærandi. Auk þess kom í ljós að rannsakendum hafði sést yfir nokkur lykilatriði í málinu. Þessi gögn hefðu dugað til sýknunar fyrir Willingham.

Heimildir

breyta