Sálfræðileg kenning
Lagt hefur verið til að þessi grein verði sameinuð við sálfræði. Hægt er að ræða þessa tillögu á spjallsíðu greinarinnar. |
Sálfræðileg kenning er kenning sem sett er fram um sálfræðilegt efni, og er byggð á rannsóknum og fyrri athugunum.
Það er engin ein leið til að setja fram kenningu. Vísindamenn reyna þó að sjálfsögðu að miða kenningar við fyrri athuganir og nota svo einhvers konar sköpunargáfu og hugarflug til að útvíkka fyrri kenningar og koma þannig með hugsanlega og, í flestum tilfellum, líklega útskýringu á því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Einn mikilvægasti þáttur kenningar verður að vera sá að það sé hægt að afsanna hana með tilraun. Kenningar sem ekki er hægt að afsanna með tilraun teljast ekki til fullgildra kenninga. Dæmi um blátt áfram kenningu sem auðvelt er að prófa er: "xxx". Dæmi um kenningu sem ekki er hægt að prófa er: Allt súkkulaði hverfur þegar enginn horfir á það og verður svo aftur til aftur um leið og einhver horfir aftur á það. Það er ómögulegt að afsanna þessa kenningu. Það verður samt að gera sér grein fyrir því að ef ekki er hægt að afsanna tilgátu þá getur hún vel verið sönn. Það eina er að hún er ekki vísindaleg.
Vísindamenn eiga einnig að vera hlutlausir þegar þeir setja fram kenningar. Þetta atriði er ekki alltaf staðreynd þar sem ákvarðanir vísindamann litast að sjálfsögðu að fyrri reynslu þeirra.
Almennt gildir að því einfaldari sem kenningar eru, því betra. Auðveldara er að prófa kenningu sem hefur fáar breytur en kenningu sem hefur margar. Kenning sem hefur fáar breytur til að kann eitthvað atriði, s.s. A hefur áhrif á B, er jafnframt betri en kenning sem hefur margar breytur, að því gefnum að þær útskýra hið sama.