Tilburg háskóli
Stofnaður: 1927
Gerð: Almenningsháskóli
Rektor: Wim van de Donk
Nemendafjöldi: 17.378 (2019)[1]
Staðsetning: Tilburg, Hollandi
Vefsíða

Tilburg-háskóli er almenningsháskóli sem sérhæfir sig í félagsvísindum, hagfræði, lögfræði, viðskiptafræði, guðfræði og hugvísindum. Hann er í Tilburg, í syðri hluta Hollands.

Tilburg er með rúmlega 17.400 nemendur, þar af eru 18 prósent sem eru alþjóðlegir nemendur. Þessi prósenta hefur hækkað stöðugt á undanförnum árum. Tilburg býður bæði upp á kennslu á hollensku og ensku. 2019 voru 48 af 71 námsgráðu kenndar á ensku. Tilburg verðlaunar árlega 120 PhD nema árlega.[1]

Saga breyta

Tilburg var stofnaður 1927 sem Roomsch Katholieke Handelshoogeschool (Kaþólski rómverski viðskiptaháskólinn) og var staðsettur í syðri, kaþólska hluta Hollands. Hann breytti um nafn 1938 og kenndi þá sig við hagfræði. 1963 breytti hann aftur um nafn og kallaðist þá kaþólski háskólinn í Tilburg og síðar í kaþólska háskólann Brabant. Að endingu hætti skólinn að tengja sig við kaþólsku, en enn er litið á hann sem kaþólskan skóla.

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 „Tilburg University Jaarverslag 2019“ (PDF). Tilburg University (hollenska). 2020. bls. 8. Sótt 22. nóvember 2020.
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.