Theophilus Carter (fæðingardagur óviss - dó eftir 1894) var breskur uppfinningamaður og húsgagnasali. Hann er frægur fyrir að hafa fundið upp einhverskonar sambreysking vekjaraklukku og rúms, og er talinn fyrirmynd teikninga Johns Tenniel af Hattaranum sem kemur fyrir í Ævintýri Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll. Uppfinning hans, Vekjaraklukku-rúmið, virkaði þannig að það hrinti notandanum á settum tíma ofan í kar af köldu vatni. Það var haft til sýnis í Lundúnum árið 1851.[1] Carter var einnig skápasmiður og átti húsgagnabúð í Oxford frá 1875 til 1894.

Theophilus Carter.

Tilvísanir

breyta
  1. The Sunday Times Magazine 24. maí, 2009 bls. 5
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.