Stafrófsmorðin
Stafrófsmorðin (e. Alphabet murders) áttu sér stað á árunum 1971–1973 í Rochester í New York ríki. Fórnarlömbin voru í öllum þremur tilvikunum ungar stelpur. Allar voru þær myrtar á sama hátt; fyrst var þeim nauðgað og síðan voru þær kyrktar. Ástæðan fyrir því að þessi morð voru kölluð stafrófsmorðin var sú að fornafn og eftirnafn stúlknanna byrjuðu á sama staf og að morðinginn skildi líkin eftir í bæjum sem byrjuðu á sama staf og nöfn fórnarlambanna, til dæmis fannst Carmen Colon nálægt bænum Chili, Wanda Walkowicz fannst í Webster og svo framvegis.
Fórnarlömb
breytaFyrsta fórnarlambið Carmen Colon hvarf 16. nóvember 1971. Hún var 11 ára. Tveimur dögum síðar fannst hún 12 mílum frá staðnum þar sem að hún sást síðast. Líkið var illa leikið, það var búið að berja hana, nauðga henni, kyrkja hana með berum höndum og líkaminn var allur þakinn sárum. Seinna kom í ljós að vegfarendur höfðu séð hálf nakta 11 ára stelpu hlaupandi undan bláum bíl og ekkert var gert.
Sautján mánuðum síðar hvarf Wanda Walkowicz. Hún var líka 11 ára gömul. Hún hafði verið send út í búð að kaupa matvörur. Hún fannst daginn eftir í almenningsgarði í Webster þar sem búið var að nauðga henni og kyrkja með belti. DNA-sýni fannst á líkama hennar. Vitni höfðu séð unga rauðhærða stelpu sem passar við lýsingu Wöndu tekna upp í brúnan bíl. Það bar hins vegar ekki saman við bílinn sem Carmen var tekin upp í.
Michelle Maenza, 10 ára, hvarf 26. nóvember 1973. Hún hafði síðast sést fyrir utan heimili sitt. Hún fannst tveimur dögum síðar í vegarkanti. Vitni hafði séð Michelle uppi í bíl fyrir utan skyndibitastað og sást maður stíga upp í bílinn með poka fullann af mat. Þessi frásögn passar við krufningarskýrslur Maenza en það síðasta sem hún borðaði var hamborgari.
Rannsókn
breytaHundruð manna voru yfirheyrð en morðinginn náðist aldrei. Nokkrir hafa verið grunaðir í gegnum árin og var [hver?] meðal annars sem þarfnaðist frekari rannsóknar. Hann fyrirfór sér sex vikum eftir síðasta morðið. Árið 2007 var nafn hans hreinsað með erfðaefnisrannsóknum. Einnig var frændi Carmen Colon grunaður um morðin þar til hann fyrirfór sér árið 1991. Annar grunaður var íssali í Rochester. Síðar kom á daginn að hann og frændi hans frömdu svokölluðu Hillside Strangler morð á árunum 1977–1978. Hann er enn þann dag í dag grunaður um morðin fyrir þær sakir að bílinn hans sást á tveimur af þeim stöðum þar sem morðin voru framin.
Árið 2011 var hinn 77 ára Joseph Naso frá New York handtekinn í Reno í Nevada fyrir morð á árunum 1977. Fórnarlömb hans voru meðal annars Pamela Parsons og Carmen Colon (ekki sú fyrirnefnda). Öll fórnarlömb hans áttu það sameiginlegt að vera vændiskonur og hafa sama staf sem byrjunarstaf í fornafni og eftirnafni. Hann hélt nauðgunardagbók og sagði meðal annars frá dauða stúlku í „skóginum í Buffalo“, en þá er hugsanlega verið að vitna í svæði í uppsýslum New York. Naso var ljósmyndari að atvinnu og ferðaðist oft á milli New York og Kaliforníu áratugum saman. Naso sagði meðal annars „í mínum menningarheimi er nauðgun það sama og að sofa hjá“.