Reno
Reno er borg í norðvestur-Nevada, um 35 km frá Lake Tahoe og norður af Carson City, fylkishöfuðborginni. Hún liggur við vesturenda Lægðarinnar miklu og austan við Sierra Nevada-fjöll. Íbúar eru um 260.000 (2019).
Borgin er þekkt sem stærsta litla borg heims, hún var helsta spilavítisborgin í Bandaríkjunum fyrir 1960. Einnig var hún þekkt fyrir hjónaskilnaði en þar var slakasta skilnaðarlöggjöf Bandaríkjanna og gátu hjón skilið á 6 vikum í stað 6 mánaða.
Þar hefur nú myndast hátækniiðnaður. Reno heitir eftir Jesse L. Reno, hershöfðingja sem lést í bandaríska borgarastríðinu.