The X Factor (Bandaríkin)
The X Factor (einnig þekkt sem The X Factor USA) er bandarískur raunveruleikasjónvarpsþáttur sem var búinn til af Simon Cowell og framleiddur af FremantleMedia North America og SYCOtv í samstarfi við Sony Music Entertainment og var sýndur á Fox.[2] Þættirnir eru byggðir á breska þættinum og eru hluti af alþjóðlega X Factor vörumerkinu. Þátturinn gengur út á að finna fólk með sönghæfileika sem mætir í áheyrnarprufur fyrir framan áhorfendur þar sem dómarar velja hver komast áfram og keppast svo um atkvæði áhorfenda. Keppendur eru 12 ára og eldri og mega keppa sem einstaklingar eða í hópi. Sigurvegarinn er valinn með símakosningu áhorfenda og internetkosningu og hlýtur í verðlaun upptökusamning við Syco Music, plötuútgáfu Cowell, að andvirði 5 milljóna bandaríkjadala í fyrstu og annari þáttaröð, og 1 milljóna bandaríkjadala virði í þeirri þriðju. Þau sem sigruðu keppnina voru Melanie Amaro, Tate Stevens og Alex & Sierra.
The X Factor | |
---|---|
Tegund | Raunveruleikasjónvarp |
Búið til af | Simon Cowell |
Byggt á | The X Factor |
Kynnir | |
Dómarar | |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 3 |
Fjöldi þátta | 80 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi |
|
Staðsetning | CBS Television City (beinar útsendingar) |
Lengd þáttar | 60–150 mínútur |
Framleiðsla | |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Fox |
Sýnt | 21. september 201119. desember 2013 | –
Tenglar | |
IMDb tengill |
Þátturinn hóf göngu sína 21. september 2011 og var sýndur árlega frá september til desember.[3] Þátturinn fékk slæma dóma gagnrýnenda. Hlutverk dómnefndar er að meta og gefa umsögn um frammistöðu keppenda. Hver keppandi er skipaður í einn af fjórum flokkum.[4] Hver dómari sá um að leiðbeina keppendum í sínum flokki, aðstoða við lagaval, sviðsframkomu og sviðsetningu, auk þess að dæma keppendur úr öðrum flokkum í kjölfar flutnings þeirra á lögum. Dómararnir kepptu sín á milli til að reyna að fá keppanda úr sínum flokki til að vinna keppnina og gera þá að vinningsdómara.
Sá keppandi sem hefur náð mestum árangri í kjölfar þátttöku er stúlknahljómsveitin Fifth Harmony, þar sem allir meðlimir hennar hafa hafið sólóferil.[5]
Dómarar og kynnar
breytaDómnefndin í fyrstu þáttaröðinni samanstóð af Cowell, Paula Abdul, Cheryl Cole og L.A. Reid. Kynnar voru Steve Jones og Nicole Scherzinger, en hún tók við af Cheryl Cole sem dómari eftir tvær áheyrnaprufur. Demi Lovato og Britney Spears tóku við af Abdul og Scherzinger sem dómarar í annari þáttaröð. Khloé Kardashian og Mario Lopez tóku við af Jones sem kynnar þáttarins. Kelly Rowland og Paulina Rubio tóku við af Reid og Spears sem dómarar í þriðju þáttaröð og Lopez varð einn kynnir eftir að Kardashian var ekki beðin um að snúa aftur.
Þáttaraðir
breytaÞrjár þáttaraðir hafa verið sýndar.
Þr. | Frums. | Lokaþ. | Dómarar
(Flokkur) |
Sigurvegari
(leiðbeinandi) |
Í öðru sæti
(leiðbeinandi) |
Kynnar | Bakhjarlar | Gestadómarar | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dómari 1 | Dómari 2 | Dómari 3 | Dómari 4 | ||||||||
1 | 21. september 2011 | 22. desember 2011 | L.A. Reid
(Strákar) |
Nicole Scherzinger
(Yfir 30 ára) |
Paula Abdul (Hópar) # |
Simon Cowell (Stelpur) ‡ |
Melanie Amaro † Stelpur (Cowell) |
Josh Krajcik
Yfir 30 ára (Scherzinger) |
Steve Jones | Pepsi Sony Verizon Chevrolet |
Cheryl Cole1 |
2 | 12. september 2012 | 20. desember 2012 | L.A. Reid (Yfir 25 ára) ‡ | Britney Spears (Unglingar) | Demi Lovato (18-25 ára) # | Simon Cowell (Hópar) | Tate Stevens † Yfir 25 ára (Reid) |
Carly Rose Sonenclar
Unglingar (Spears) |
Khloé Kardashian | Pepsi Sony Verizon Best Buy |
Louis Walsh2 |
3 | 11. september 2013 | 19. desember 2013 | Kelly Rowland (Yfir 25 ára) | Demi Lovato (Stelpur) # | Paulina Rubio (Strákar) | Simon Cowell (Hópar) ‡ | Alex & Sierra † Hópar (Cowell) |
Jeff Gutt
Yfir 25 ára (Rowland) |
Mario Lopez | CoverGirl Herbal Essences Honda SecretSecret |
— |
- Neðanmálsgreinar
- ^ Cheryl Cole var upphaflega varanlegur dómari í áheyrnarprufunum í Los Angelse og Chicago, en var skipt út fyrir Nicole Scherzinge sem átti upphaflega að vera kynnir ásamt Steve Jones.
- ^ Louis Walsh kom sem gestadómari í áheyrnarprufunum í Kansas City til að fylla í skarðið fyrir Simon Cowell sem var frá vegna veikinda.
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „The X Factor (American TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. janúar 2024.
Tilvísanir
breyta- ↑ „The X Factor Press Release“ (PDF) (Press release). Fox Broadcasting Company. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 15. desember 2011. Sótt 24. júní 2011.
- ↑ Wilkes, Alex (19. janúar 2010). „Sony confirms Cowell, Green venture“. Digital Spy. Afrit af uppruna á 8. maí 2010. Sótt 21. janúar 2010.
- ↑ Wilkes, Neil; French, Dan (20. janúar 2010). „EXCLUSIVE: Cowell confirms start date for US 'X Factor'“. Digital Spy. Afrit af uppruna á 23. febrúar 2010. Sótt 20. janúar 2010.
- ↑ „PEPSI is Announced as the Official Sponsor of The X Factor!“. Fox Broadcasting Company. 7. janúar 2011. Sótt 24. janúar 2011.[óvirkur tengill][óvirkur tengill]
- ↑ „The X Factor USA: Where are the biggest stars now?“. EntertainmentWise. 27. apríl 2017. Afrit af uppruna á 17. október 2020. Sótt 5. apríl 2019.