PepsiCo
PepsiCo er bandarískt fjölþjóðafyrirtæki sem framleiðir einkum drykki og snakk. Fyrirtækið er þekktast fyrir framleiðslu á gosdrykknum Pepsi en það á líka vörumerkin Doritos, Gatorade og Mountain Dew meðal annarra. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Purchase, New York-fylki. Núverandi fyrirtæki var formlega stofnað 1965 þegar Pepsi-Cola Company sameinaðist snakkframleiðandanum Frito-Lay. Árið 1998 keypti fyrirtækið Tropicana og sameinaðist Quaker Oats þremur árum síðar. Fyrirtækið er stærsti mat- og drykkjarvöruframleiðandi Norður-Ameríku og sá annar stærsti í heimi ef miðað er við tekjur.
Fyrirtækið er skráð í Kauphöllina í New York.