The Telepathetics er íslensk hljómsveit, öðru nafni Gizmo, sem komst í úrslit Músiktilrauna árið 2002.

The Telepathetics
Önnur nöfnGizmo
UppruniFáni Íslands Ísland
Ár2004 – í dag
StefnurÖðruvísi rokk
ÚtgefandiTeleTone ehf
MeðlimirEyþór Rúnar Eiríksson
Hlynur Hallgrímsson
Óttar Guðbjörn Birgisson
Andreas Boysen
VefsíðaTelepathetics.com

Saga breyta

Sveitin var stofnuð árið 2000 af þeim fjórum meðlimum sem að nú skipa sveitina — en fyrstu árin kom sveitin fram undir nafninu gizmo. Seinna var breytt um nafn og tekið upp nafnið The Telepathetics.

Árið 2005 komst sveitin í fréttirnar þegar að það spurðist út að útgáfumógúllinn Alan Mcgee, þekktastur fyrir að hafa uppgötvað Oasis, sýndi The Telepathetics áhuga. Mcgee var staddur á Íslandi og þannig atvikaðist að hann sá sveitina spila á tónleikum og bauð hljómsveitinni í kjölfarið til London til að spila í hinni svokölluðu Death Disco tónleikaseríu á Notting Hill Arts Club [1].

Í kjölfar London ferðarinnar gaf hljómsveitin út sína fyrstu breiðskífu, Ambulance árið 2006 eftir tveggja ára upptökuferli. Á þessum tveimur árum hafði sveitin hljóðritað plötuna þrisvar sinnum, en var aldrei fyllilega ánægð með afraksturinn. Það var ekki fyrr en að platan var tekin upp í fjórða sinni — í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar — að platan var loks gefin út. Platan var gefin út af útgefandigáfufyrirtækinu TeleTone ehf sem er í þeirra eigu, en um dreifingu sáu 12 tónar. Upplagið, sem var 1000 eintök, seldist upp.

Ný plata breyta

Sumarið 2009 tilkynnti sveitin það á Facebook síðu sinni að verið væri að vinna að nýrri plötu.[2]

Meðlimir breyta

Plötur breyta

Heimildir breyta

  1. „Mbl.is grein - „Byrjum á Íslandi og sjáum til með framhaldið". Sótt 15. nóvember 2009.
  2. „The Telepathetics á Facebook“. Sótt 15. nóvember 2009.

Tenglar breyta