The Tallest Man on Earth

Kristian Matsson (f. 30.apríl, 1983) er tónlistarmaður frá Dalarna í Svíþjóð. Kristian kemur fram undir nafninu The Tallest Man on Earth. Hann er þekktur fyrir að taka upp lögin sín í heimahúsi og segist ekki vilja taka gítarinn upp sér og sönginn sér því að röddin hans og gítarinn vinna sem eitt.[1] Kristian var giftur sænsku tónlistarkonunni Amanda Bergman, sem kemur fram undir nafninu Idiot Wind. Hjónin héldu fjölda tónleika saman en hann hefur einnig verið á tónleikaferðalagi með bandaríska tónlistarmanninum Bon Iver.[2]

The Tallest man on Earth
Upplýsingar
Önnur nöfnMontezumas
UppruniSvíþjóð
Ár virkur2006 – í dag
StefnurAlþýðutónlist
ÚtgáfufyrirtækiGravitaion, Dead Ocean
MeðlimirKristian Matsson
VefsíðaTallestmanonearth.com

Gagnrýnendur líkja The Tallest Man on Earth gjarnan við Bob Dylan. Bæði vegna tónlistarstíls og söngstíls.[3][4][5] Þegar kemur að lagatextum segist Kristian Matsson hafa kynnst mikið af gömlum, góðum amerískum lagahöfundum í gegnum Bob Dylan. Þegar hann hlustaði á Bob Dylan fimmtán ára gamall pældi hann mikið í áhrifavöldum Bob Dylans og fór í kjölfarið að hlusta á Pete Seeger og Woody Guthrie. [6]

Aðalmerki The Tallest Man on Earth er gítarleikurinn. Þegar kemur að tækni notast hann sérstaklega við strengjastillingar sem mynda opna hljóma og þar af leiðandi síður hefðbundna strengjastillingu. Hann lærði á klassískan gítar sem barn, en segist "ekki hafa verið með athyglina á tónlistarnáminu" og í lok gagnfræðiskóla "fékk hann leið á að læra á gítar því það var engu frábrugðnar en að læra stærðfræði."[7] Það var ekki fyrr en hann var um tvítugt að hann fór aftur að spila á gítar. Það var vegna þess að hann kynntist opnum strengjastillingum í gegnum tónlistarmanninn Nick Drake. Hann varð hrifin af þeim stíl því þá gat hann einbeitt sér að söng samhliða því að gera flóknar gítarlínur. [8]

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Shallow Grave (2008)
  • The Wild Hunt (2010)
  • There's No Leaving Now (2012)
  • Dark Bird Is Home (2015)
  • I Love You. It's a Fever Dream (2019)

Stuttskífur

breyta

Smáskífur

breyta
  • The Gardener
  • The King of Spain; The Wild Hunt
  • Pistol Dreams
  • The Dreamer
  • Weather of a Killing Kind

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.youtube.com/watch?v=6Q5ZlDOzK7k&feature=relmfu
  2. http://www.youtube.com/watch?feature=fvwp&NR=1&v=oQAV7cRDbWA
  3. Pareles, Jon (10. desember 2008). „Two Variations on an Acoustic Theme“. The New York Times. Sótt 22.janúar 2012.
  4. O'Neil, Luke (4. október 2010). „Tallest Man on Earth is a player with range“. The Boston Globe. Sótt 7. apríl 2011.
  5. Gill, Andy (22.janúar 2012). „Album: The Tallest Man On Earth, The Wild Hunt (Dead Oceans)“. The Independent. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2012. Sótt 22.janúar 2012.
  6. http://www.youtube.com/watch?feature=fvwp&NR=1&v=oQAV7cRDbWA
  7. http://www.youtube.com/watch?v=q2IX5FoRRis&feature=relmfu
  8. http://www.youtube.com/watch?v=K6wXyLRQxTo