Pentagon

(Endurbeint frá The Pentagon)

Pentagon (enska The Pentagon; íslenska: Fimmhyrningurinn) er höfuðstöðvar Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í Arlington, Virginíu í Bandaríkjunum. Byggingin er tákn varnar og hers í Bandaríkjunum. George Bergstrom hannaði bygginguna. Hafist var handa við að reisa hana árið 1941 en byggingin var tekin í notkun árið 1943.

Pentagon séð frá suðvestri.

Pentagon er stærsta skrifstofubygging í heimi. Um það bil 26.000 starfsmenn vinna þar.

Árið 2001 flaug flugvél á eina hlið byggingarinnar í hryðjuverkunum 11. september 2001.