The Botany of Iceland

The Botany of Iceland – (íslenska: Grasafræði Íslands) – er sígilt vísindarit um flóru og gróður Íslands. Það kom út í fimm bindum á árunum 1912–1949, og stóð Carlsbergsjóðurinn að miklu leyti undir kostnaðinum. Meðal þess sem fjallað er um eru sveppir, fléttur og skófir, þörungar, mosar og háplöntur.

Frumkvæðið að verkinu áttu tveir danskir grasafræðingar: Eugen Warming og Lauritz Kolderup Rosenvinge, sem ritstýrðu fyrstu þremur bindunum, en eftir að þeir féllu frá (1924 og 1939) leiddu aðrir verkið til lykta.

Árið 1908 lauk útgáfu á þriggja binda verki, The Botany of the Faeroes, og hugðust þeir Warming og Rosenvinge gera Íslandi sömu skil og brúa þannig bil í landaröðinni: Grænland – Ísland – FæreyjarSkotlandDanmörk, og skapa samanburðargrundvöll á flóru og gróðri þessara landa. Sóttu þeir um fjárframlög til Carlsbergsjóðsins og réðu síðan menn til verksins. Útgáfan gekk greiðlega fram til 1920, en fór þá að hægja á. Verkinu taldist lokið með útgáfu 5. bindis 1949, en ljóst er þó af titilblaði að útgefendurnir hafa hugsað sér framhald á því. Tímarnir voru þó breyttir, Ísland sjálfstætt ríki og hafði tekið náttúrurannsóknir í sínar hendur.

Steindór Steindórsson frá Hlöðum segir um verkið: „þótt aldrei kæmi lokabindi af Botany of Iceland er ritsafnið jafnmerkilegt fyrir því og stendur sem óhagganlegur grundvöllur þeirrar þekkingar sem þá var á íslenskri grasafræði og að því leyti ómetanlegt öllum sem fást við grasafræði Íslands. Vitanlega eru ritgerðirnar misjafnar. Að mínu mati skara þrjár þeirra fram úr, þ.e. rit dr. Helga Jónssonar, dr. H. Mølholm Hansens og mag. scient. Johs. Grøntveds sem eru sígild verk um íslenska grasafræði.“ Steindór Steindórsson (2002:136)

Efni verksins

breyta
  • 3. bindi: Ritstjórar: L. Kolderup Rosenvinge og E. Warming (part 1) og Johannes Grøntved, Ove Paulsen og Thorvald Sørensen (part 2–4). Útg.: J. Frimodt, og Einar Munksgaard, Copenhagen (1930–1945).
    • Part 1:
    • Part 2:
    • Part 3:
      • 12. M. P. Christiansen (1942): The Taraxacum-flora of Iceland. Bls. 229–343 + 44 myndir.
    • Part 4:
  • 5. bindi: Ritstjórar: Johannes Grøntved og Thorvald Sørensen. Útgefendur: Einar Munksgaard, Copenhagen, og Oxford University Press, Oxford (1949).
    • Part 1:
      • 15. Emil Hadač (1949): The flora of Reykjanes peninsula, SW Iceland. Bls. 1–57.

Heimildir

breyta