The Boeing Company er bandarískur flugvélaframleiðandi stofnaður af William E. Boeing í Seattle, Washington. Boeing hefur stækkað með tímanum og sameinaðist keppinaut sínum, McDonnell Douglas, árið 1997. Alþjóðlegu höfuðstöðvar fyrirtækisins hafa verið í Chicago, Illinois síðan 2001. Boeing er stærsti flugvélaframleiðandi í heimi eftir tekjum, pöntunum og sendingum. Fyrirtækið er líka stærsti útflytjandi Bandaríkjanna eftir verði. Boeing er skráð í Dow Jones-vísitölunni.

The Boeing Company
Rekstrarform Almenningshlutafélag
Stofnað 1916
Staðsetning Chicago, Illinois
Lykilpersónur James McNerney, framkvæmdastjóri
Starfsemi Flugvélaframleiðsla
Vefsíða www.boeing.com

Flugvélar framleiddar af Boeing eru nokkrar þekktustu í heimi, til dæmis Boeing 737 og Boeing 747, þekktasta farþegaflugvél heims.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.