Theódór Elmar Bjarnason
Theódór Elmar Bjarnason (fæddur 4. mars 1987) er íslenskur atvinnumaður í fótbolta sem spilar sem miðjumaður fyrir KR Reykjavík. Hann er núverandi fyrirliði félagsins. [3]
Theódór Elmar Bjarnason | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Theódór Elmar Bjarnason[1] | |
Fæðingardagur | 4. mars 1987 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Hæð | 1.83 m[2] | |
Leikstaða | Miðjumaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | KR Reykjavík | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2003–2004 | KR Reykjavík | 10 (0) |
2004–2008 | Celtic | 1 (0) |
2008–2009 | Lyn | 40 (3) |
2009–2012 | Göteborg | 60 (4) |
2012–2015 | Randers | 75 (3) |
2015–2017 | AGF | 53 (2) |
2017–2018 | Elazığspor | 39 (0) |
2019 | Gazişehir Gaziantep | 13 (1) |
2019–2020 | Akhisarspor | 36 (3) |
2021 | Lamia | 17 (0) |
2021– | KR Reykjavík | 9 (0) |
Landsliðsferill2 | ||
2003-2004 2004-2005 2005-2008 2007-2018 |
Ísland U17 Ísland U19 Ísland U21 Ísland |
8 (1) 9 (3) 10 (1) 41 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ferill
breytaSnemma á ferlinum
breytaTheódór fæddist í Reykjavík og spilaði fyrir KR á Íslandi. Hann spilaði eitt tímabil fyrir varalið IK Start 16 ára.
Celtic
breytaTheódór gekk til liðs við Celtic 2004. Hann lék fyrsta deildarleik fyrir félagið gegn Hibernian í síðasta leik 2006-07 tímabilsins og spilaði allar 90 mínúturnar[4] og var valinn maður leiksins af vefsíðu Celtic. Hann var einnig á bekknum í 1-0 sigri gegn Dunfermline í skoska bikarnum 2007.[5]
21. maí 2007 tilkynnti Theódór að hann myndi skrifa undir tveggja ára samning við Celtic til að tryggja að hann verði áfram hjá félaginu til sumarsins 2009. 13. júní skrifaði hann undir þriggja ára samning.[6]
Lyn Oslo
breyta15. janúar 2008 skrifaði Theodór undir hjá Lyn Oslo til að fá að spila oftar í byrjunarliði.[7]
IFK Göteborg
breytaEftir alvarlega fjárhagslega erfiðleika í rekstri Lyn flutti Theódór til IFK Göteborg 22. júlí 2009.[8]
Randers FC
breytaÍ byrjun árs 2002 skrifaði Theódór undir nýjan samning við danska liðið Randers FC. Hins vegar, meiddist hann í byrjunarliðinu og gat ekki spilað í sex mánuði.
AGF
breytaÍ júní 2015 skrifaði hann undir tveggja ára samning við danska félagið AGF. Hann yfirgaf félagið eftir tvö ár.[9]
Gazişehir Gaziantep
breyta5. janúar 2019 skrifaði hann undir eins og hálfs árs samning við tyrkneska félagið Gazişehir Gaziantep.[10]
Akhisarspor
breyta24. júlí 2019 skrifaði hann undir samning við Akhisarspor.
Landsliðsferill
breytaHann var hluti af íslenska liðinu á EM 2016, lagði til eina stoðsendingu[11] og spilaði í Kínabikarnum 2017 þar sem Ísland vann silfurverðlaun.[12][13]
Fjölskylda og einkalíf
breytaAfi hans, Theódór Jakob Guðmundsson, spilaði fyrir KR á gullnu árum félagsins og spilaði gegn Liverpool 1964 í fyrsta evrópuleik beggja félaganna.
Heimildir
breyta- ↑ The Bell's Scottish Football Review 2005.06. Cre8 Publishing. 2005. bls. 18. ISBN 9-780954-855611.
- ↑ „Archived copy“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2017. Sótt 21. maí 2016.
- ↑ Elmar Bjarnason rykker til Tyrkiet‚ bold.dk, 18 July 2017
- ↑ „Hibernian 2-1 Celtic“. BBC Sport. BBC. 20. maí 2007. Sótt 9. nóvember 2015.
- ↑ „Celtic 1-0 Dunfermline“. BBC Sport. BBC. 26. maí 2007. Sótt 9. nóvember 2015.
- ↑ „Bjarnason agrees Celtic extension“. BBC Sport. 13. júní 2007. Sótt 13. júní 2007.
- ↑ Teddy Bjarnason moves to Norway Geymt 18 janúar 2008 í Wayback Machine, Celtic FC, 15 January 2008
- ↑ „Theodór Elmar til Gautaborgar“. RÚV. 23. júlí 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. ágúst 2011. Sótt 23. júlí 2009.
- ↑ AGF siger farvel til fem spillere‚ bold.dk, 31 May 2017
- ↑ Gazişehir Gaziantep, Bjarnason'u transfer etti, milliyet.com.tr, 5 January 2019
- ↑ „A karla – Lokahópur fyrir EM 2016“. Knattspyrnusamband Íslands. 9. maí 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 maí 2016. Sótt 10. maí 2016.
- ↑ „Iceland vs. Chile - 15 January 2017 - Soccerway“.
- ↑ „China PR vs. Iceland - 10 January 2017 - Soccerway“.