Við hættumörk
(Endurbeint frá Tegundir við hættumörk)
Við hættumörk er lýsing á ástandi stofns í flokkunarkerfi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna - IUCN. Taldar eru líkur á því að tegundir í þessum flokki muni lenda í hættuflokki í náinni framtíð. Við matið er stuðst við sömu mælikvarða og þá sem ákvarða hvort tegund telst vera í hættu, t.d. samdráttur búsvæða eða fækkun einstaklinga. Samtökin leggja áherslu á reglulegt eftirlit með tegundum í þessum flokki. Eftir 2001 voru tegundir sem áður hefðu flokkast sem „háðar verndarsvæðum“ settar í þennan flokk.
Ástand stofns |
---|
eftir hættustigi á Rauða lista IUCN |
Á listanum yfir tegundir við hættumörk eru 2423 dýrategundir og 1050 jurtir. Við þetta má bæta þeim um 400 tegundum sem voru í „háð verndarsvæðum“-flokknum.