Taekwondo

(Endurbeint frá Taekwon-do)

Taekwondo (kóreska: 태권도; framburður: tæ-kvon-dó) er kóresk bardagalist og þjóðaríþrótt Suður-Kóreu. Hún er byggð á alda gamalli sjálfsvarnarlist sem Kóreubúar fundu upp fyrir um tvöþúsund árum til þess að verja sig. Í dag er taekwondo íþrótt þar sem keppt er í poomse (form), kyourgi (bardagi) og kykopa (brot).

Taekwondo-keppni.

Núna er Taekwondo þjóðaríþrótt Suður-Kóreu og er helsta bardagaíþróttin sem notuð er í kóreska hernum. Taekwondo er samansett af þrem orðum: „tae“ (fótur), „kwon“ (hnefi) og „do“ (leið) og saman þýða þau „fóta- og handatækni“. Árið 1988 var í fyrsta sinn keppt í Taekwondo á Ólympíuleikunum og frá árinu 2000 hefur íþróttin verið fullgild á Ólympíuleikunum.

Björn Þorleifsson hefur náð einna lengst í íþróttinni á Íslandi en hann er margfaldur Norðurlandameistari með svarta beltið. Í dag eru 16 félög á Íslandi sem kenna listina. Meðal félaga sem kenna greinina er Taekwondodeild Fram Grafarholti og U.M.F.A (ungmennafélag Aftureldingar)

Tignir og belti

breyta

Litir belta geta verið mismunandi eftir skólum.

   Þessi bardagaíþróttargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.