Tötraöreigar (eða tötraöreigalýður) (þýska: Lumpenproletariat) er hugtak sem Karl Marx og Friedrich Engels settu fyrst fram í Kommúnistaávarpinu (1848) og skilgreindu betur í seinnitíma verkum sínum. Hugtakið var smíðað af Marx til að tákna þann hluta verkamannastéttarinnar sem mun aldrei öðlast neina stéttarvitund, og þess vegna vera svo til gagnslaus í allri baráttu verkalýðsins. Tötraöreigar teljast t.d. þeir sem grafa undan ávinningum verkalýðsbaráttunnar með því að taka vinnu verkfallsfólks fyrir minna kaup. Einnig þjófar, vændisfólk og betlarar.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.