Tófugras

Tófugras (fræðiheiti: Cystopteris fragilis) er algengasti burkni á Íslandi og eina burknategundin sem finnst í öllum landshlutum.[1] Tófugras vex í hraungjótum, klettum, urðum og hellisskútum, oft þar sem nokkurs skugga gætir.[1] Það er algengt frá sjávarmáli upp í 700-800 metra hæð en hefur hæst fundist í 1050 metra hæð við Öskju og í um 900 metra hæð við Tungnafellsjökul.

Tófugras
Cystopteris fragilis 3.jpg
Ástand stofns
Status TNC G4.svg
Virðist öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Burknar (Pteridopsida)
Ættbálkur: Athyriales
Ætt: Cystopteridaceae
Ættkvísl: Cystopteris
Tegund:
C. fragilis

Tvínefni
Cystopteris fragilis
(L.) Bernh.
Samheiti

Filix fragilis (L.) Underw.

Tófugras getur líkst öðrum burknategundum. Lítil eintök tófugrass minna á aðra smávaxna burkna, til dæmis liðfætlu, en þekkist best á því að blaðkan en alveg hárlaus, en blaðka liðfætlu hefur lítið eitt af hárum eða flösu.[1]

Þessi tegund af burkna er með smá gró undir blaðinu sem ferðist með vindinum. Gróin verða til forkím þar svokallaðar sæðisfrumur bindast saman til að æxlunarkerfið í tófugrasinu endurtekur sig.

Tófugras er hýsill fyrir tófugrasryð, sjúkdómsvaldandi svepp af stjarnryðsætt sem finnst meðal annars á Íslandi.

TilvísanirBreyta

  1. 1,0 1,1 1,2 Flóra Íslands (án árs). Tófugras - Cystopteris fragilis). Sótt þann 23. febrúar 2020.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist