Tírólamerla
Tírólamerla (fræðiheiti: Parvoplaca tiroliensis) er tegund fléttna af glæðuætt (Teloschistaceae). Hún finnst meðal annars á Íslandi þar sem hún er algeng um allt land en er mest áberandi á hálendinu.[1]
Tírólamerla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tírólamerla hefur vaxið yfir mosa í Nevada í Bandaríkjunum.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Ekki metið
(IUCN)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Caloplaca tiroliensis |
Orðsifjar
breytaTírólamerla heitir eftir Tirol í Austurríki. Íslenska nafn hennar er dregið beint af latneska heiti hennar Parvoplaca tiroliensis.[1]
Útlit og búsvæði
breytaTírólamerla er hrúðurflétta með lítt áberandi grátt þal og ólífugrænar eða gular askhirslur með skærgulum börmum.[1] Hún vex á mosum, sinuleifum eða kvistum.[1]
Átta gró eru í hverjum aski. Gróin eru tvíhólfa með þykkum millivegg, oddbaugótt eða sporbaugótt, 12-18 x 6-9,5 µm að stærð.[1]
Efnafræði
breytaTírólamerla inniheldur gula litarefnið parietín eins og aðrar fléttur af glæðuætt.[1]