Syrpa
myndasögubækur frá Disney
Syrpa eru kiljur í vasabroti sem innihalda kringum átta myndasögur frá Disney, einkum sögur um Andrés önd og Mikka mús og sögupersónur sem þeim tengjast. Slíkar bækur eru gefnar út í ýmsum Evrópulöndum. Bækurnar eru að jafnaði um 250 síður að lengd. Nær allar sögurnar koma frá The Walt Disney Company Italia á Ítalíu og frá Egmont í Danmörku. Upphaflega kom hugmyndin að því að gefa út vasabrotsbækur með klassískum Disney-sögum frá ítalska forlaginu Mondadori. Til 1987 komu bækurnar út með óreglulegu millibili en hafa komið út mánaðarlega eftir það.
Íslenska útgáfan Syrpa kom upphaflega út hjá Vöku-Helgafelli árið 1994. Hún er núna gefin út af Eddu útgáfu.