Skagagarður var um 1.500 metra langur hlaðinn garður sem lá á milli Útskála og Kolbeinsstaða. Talið er að hann hafi verið hlaðinn af bændum skömmu eftir landnám Íslands og hafi verið allt að 1,5 metri að hæð. Kristján Eldjárn, fornleifafræðingur, vakti athygli á Skagagarðinum í grein sem hann birti í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1977. Talið er að Garðinum hafi verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til þess að korn hafi verið ræktað á Suðurnesjum fyrr á öldum. Enn sést móta fyrir garðinum í jörðinni. Bærinn Garður dregur nafn sitt af Skagagarðinum.

Tenglar breyta

   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.