Svavar Lárusson - Svana í Seljadal
Svavar Lárusson - Svana í Seljadal er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Svavar Lárusson tvö lög með kvartett Aage Lorange. Kvartettinn skipuðu auk Aage, þeir Ólafur Pétursson, Þorvaldur Steingrímsson og Einar B. Waage. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Svavar Lárusson - Svana í Seljadal | |
![]() | |
Gerð | IM 25 |
---|---|
Flytjandi | Svavar Lárusson, Aage Lorange, Ólafur Pétursson, Þorvaldur Steingrímsson, Einar B. Waage |
Gefin út | 1953 |
Tónlistarstefna | Dægurlög |
Útgáfufyrirtæki | Íslenzkir tónar |