Svavar Lárusson - Fiskimannaljóð frá Capri og Hreðarvatnsvalsinn

Svavar Lárusson syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni flytur Svavar Lárusson tvö lög með SY-WE-LA kvintettinum norska. Lögin höfðu bæði komið út áður á IM 3 og IM 4 og voru ein fyrstu íslensku danslögin til að koma út á plötu. Platan er hljóðrituð í mono. Upptökur fóru fram hjá Norska útvarpinu. Pressun: AS Nera í Osló.

Svavar Lárusson syngur
Forsíða Svavar Lárusson - Fiskimannaljóð frá Capri og Hreðarvatnsvalsinn

Bakhlið Svavar Lárusson - Fiskimannaljóð frá Capri og Hreðarvatnsvalsinn
Bakhlið

Gerð IM 26
Flytjandi Svavar Lárusson, SY-WE-LA kvintettinn
Gefin út 1953
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

LagalistiBreyta

  1. Fiskimannaljóð frá Capri - Lag - texti: Winkler - Friðjón Þórðarson
  2. Hreðavatnsvalsinn - Lag - texti: Knútur R. Magnússon - Atli Þormar

HreðavatnsvalsinnBreyta

Úti við svalan sæinn
syng ég mín ástarljóð,
dýrðlegan dans draumum í
dvel ég við forna slóð.
Þú varst minn æskuengill,
ást mín var helguð þér.
Þegar ég hugsa um horfna tíð,
hugur minn reika fer.
Manstu hve gaman,
er sátum við saman
í sumarkvöldsins blæ.
Sól var sest við sæ,
svefnhöfgi yfir blæ.
Við hörpurnar óma
í hamingjuljóma
þá hjörtu okkar börðust ótt,
allt var orðið hljótt,
yfir færðist nótt.
Dreymandi í örmum þér,
alsæll ég gleymdi mér,
unaði fylltist mín sál.
Brostirðu blítt til mín,
blikuðu augun þín
birtu mér huga þíns mál.
Manstu hve gaman,
er sátum við saman
í sumarkvöldsins blæ,
sól var sest við sæ,
svefnhöfgi yfir bæ.

Reynir Geirs / Atli Þormar

Textahöfundurinn Reynir Geirs var dulnefni hins mæta útvarpsmanns Knúts R. Magnússonar.