Svavar Lárusson - Fiskimannaljóð frá Capri og Hreðarvatnsvalsinn
Svavar Lárusson syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni flytur Svavar Lárusson tvö lög með SY-WE-LA kvintettinum norska. Lögin höfðu bæði komið út áður á IM 3 og IM 4 og voru ein fyrstu íslensku danslögin til að koma út á plötu. Platan er hljóðrituð í mono. Upptökur fóru fram hjá Norska útvarpinu. Pressun: AS Nera í Osló.
Svavar Lárusson syngur | |
---|---|
IM 26 | |
Flytjandi | Svavar Lárusson, SY-WE-LA kvintettinn |
Gefin út | 1953 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Fiskimannaljóð frá Capri - Lag - texti: Winkler - Friðjón Þórðarson
- Hreðavatnsvalsinn - Lag - texti: Knútur R. Magnússon - Atli Þormar