Svavar Lárusson - Í Mílanó

Svavar Lárusson syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1952. Á henni syngur Svavar Lárusson tvö lög með kvartett Jan Morávek. Kvartettinn skipuðu auk Jan, þeir Bragi Hlíðberg, Eyþór Þorláksson og Jón Sigurðsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Svavar Lárusson syngur
Bakhlið
IM 6
FlytjandiSvavar Lárusson, Jan Morávek, Bragi Hlíðberg, Eyþór Þorláksson, Jón Sigurðsson
Gefin út1952
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Í Mílanó - Lag - texti: Lang, Jón Sigurðsson - Hljóðdæmi
  2. Út við Hljómskála - Lag - texti: Grothe - Jón Sigurðsson

Um plötuna

breyta

Þessi plata með Svavari Lárussyni og kvartett Jan Morávek er fjórða platan sem kom á markaðinn frá Íslenzkum tónum. Hún hefur þá sérstöðu að vera sú fyrsta sem gefin er út með íslenskri danshljómsveit og einnig fyrsta dansplatan sem tekin var upp á Íslandi. Kvartettinn skipuðu Jan Morávek sem lék á fiðlu og klarinett, Eyþór Þorláksson sem lék á gítar, Bragi Hlíðberg á harmoniku og Jón Sigurðsson á bassa.

Svavar Lárusson

breyta
 
Svavar Lárusson dægurlagasöngvari.