Hjallastefnan

uppeldiskenning og leik- og grunnskólar á Íslandi

Hjallastefnan er uppeldiskenning með heildstæðri skólanámskrá sem Margrét Pála Ólafsdóttir er höfundur að. Hún byrjaði með stefnuna árið 1989 í Hjalla í Hafnarfirði. [1] Hjallastefnan er þekktust fyrir kynjaskipt skólastarf og jafnréttisuppeldi samkvæmt sérstakri kynjanámskrá.[2] Í Hjallastefnuskólum er að mestu notaður opinn efniviður í stað hefðbundinna leikfanga og kennslubóka.

Hjallastefnan ehf. rekur tíu leikskóla á Íslandi og þrjá grunnskóla á yngsta- og miðstigi. Samanlagður fjöldi nemenda í Hjallastefnuskólunum er um 1700 og starfsfólk um 400.

Tenglar

breyta

Fréttablaðið - Hjallastefnan í 3 áratugi

Leikskólar Hjallastefnunnar

breyta

Grunnskólar Hjallastefnunnar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Margrét Pála Ólafsdóttir (1992). Æfingin skapar meistarann. Reykjavík: Mál og Menning
  2. „Fræðsluvefur Hjallastefnunnar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2007. Sótt 22. nóvember 2010.
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.