Svala Nielsen - Fjórtán sönglög eftir fjórtán tónskáld
Svala Nielsen - Fjórtán sönglög eftir fjórtán tónskáld er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Á henni syngur Svala Nielsen íslensk sönglög.
Svala Nielsen - Fjórtán sönglög eftir fjórtán tónskáld | |
---|---|
SG - 096 | |
Flytjandi | Svala Nielsen |
Gefin út | 1976 |
Stefna | Sönglög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Árnason |
Lagalisti
breyta- Minning - Lag - texti: Þórarinn Guðmundsson — Jakob Jóh. Smári
- Lindin - Lag - texti: Eyþór Stefánsson — Hulda
- Þú eina hjartans yndið mitt - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Guðmundur Geirdal
- Hvert örstutt spor - Lag - texti: Jón Norðdal — Halldór Laxness
- Í dag skein sól - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Davíð Stefánsson
- Amma raular í rökkrinu - Lag - texti: Ingunn Bjarnadóttir — Jóhannes úr Kötlum
- Mánaskin - Lag - texti: Sigfús Halldórsson — Friðrik Hansen
- Viltu fá minn vin að sjá - Lag - texti: Karl O. Runólfsson — Jóhann Sigurjónsson
- Draumalandið - Lag - texti: Sigfús Einarsson — Guðmundur Magnússon ⓘ
- Sólskríkjan - Lag - texti: Jón Laxdal — Þorsteinn Erlingsson
- Þjóðvísa - Lag - texti: Gylfi Þ. Gíslason — Tómas Guðmundsson
- Nú er sól og vor - Lag - texti: Árni Björnsson — Jón Þórðarson
- Mamma mín - Lag - texti: Jóhann Ó. Haraldsson — Jóhann Ó. Haraldsson
- Linda - Lag - texti: Skúli Halldórsson — Sigurður Grímsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaEnn gefa SG-hljómplötur út plötu með íslenzkum einsöngvara og er plöturnar orðnar sjö í þessum útgáfuflokki. Svala Nielsen er landskunn söngkona.
Fyrstu kennarar hennar voru Guðmundur Jónsson, Sigurður Birkis og Kristinn Hallsson. Að loknu námi á Íslandi hélt Svala Nielsen utan og nam söng á Ítalíu og í Þýskalandi. Eftir heimkomuna sótti hún tíma til Maríu Markan. Svölu hafa verið falin mörg vandasöm hlutverk í óperum þeim og óperettum, sem Þjóðleikhúsið hefur fært upp á undanförnum árum. Einnig hefur hún komið fram, sem einsöngvari með mörgum íslenzkum kórum, m.a. farið tvisvar utan með Karlakór Reykjavíkur, en Svölu er einmitt að finna sem einsöngvara á hljómplötu, sem kórinn gerði fyrir SG-hljómplötur, þar sem tekin eru fyrir lög Árna Thorsteinssonar. Svala Nielsen hefur komið fram í íslenzka sjónvarpinu og síðast en ekki sízt í útvarpinu, þar sem hún hefur sungið marg oft, enda er hún afbragðs túlkandi á íslenzk einsöngslög eins og heyra má á þessari plötu hennar. Guðrún Kristinsdóttir leikur undir hjá Svölu af sinni alkunnu snilld. |
||