Svafa Grönfeldt
Svafa Grönfeldt (fædd 1965 í Borgarnesi) var rektor Háskólans í Reykjavík frá 1. febrúar 2007 til 23. janúar 2010. Hún tók við því starfi af Guðfinnu S. Bjarnadóttur sem hafði náð 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Svafa hafði áður verið forstjóri stjórnunarsviðs lyfjafyrirtækisins Actavis og síðar aðstoðarforstjóri ásamt því að sitja í bankaráði Landsbankans. Við starfi Svöfu sem rektors tók við Ari Kristinn Jónsson.
Nám
breytaHún lauk stúdentsprófi 1987 frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, B.A.-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmála- og fjölmiðlafræði 1990, M.S.-prófi í starfsmanna- og boðskiptafræðum frá Florida Institute of Technology 1995. Doktorsprófi lauk hún árið 2000 í vinnumarkaðsfræðum frá London School of Economics.