Actavis er vörumerki fyrirtækisins Actavis Group h.f., eins stærsta samheitalyfjafyrirtækis heims. Fyrirtækið er með aðalstöðvar á Íslandi og var skráð á aðallista Kauphallar Íslands þar til í júlí 2007, undir stuttnefninu ACT.

Actavis Group
Actavis logo.png
Rekstrarform Einkafyrirtæki
Slagorð Hagur í heilsu
Stofnað 1956
Staðsetning Hafnarfjörður, Íslandi
Lykilmenn Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður, Claudio Albrecht forstjóri og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri á Íslandi
Starfsemi Framleiðsla samheitalyfja
Starfsmenn 10.000
Vefsíða www.actavis.is
www.actavis.com
Höfuðstöðvar Actavis Group í Hafnarfirði.

Actavis á Íslandi framleiðir og selur lyf og lyfjahugvit bæði innanlands sem utan en sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja. Fyrirtækið var stofnað sem innkaupasamband lyfsala árið 1956 og hét þá Pharmaco. Hjá fyrirtækinu starfa nú í heildina um 10.000 manns, en fyrirtækið er með starfsemi í meira en 40 löndum.

Fyrirtækið er í eigu Novators, fyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þýski stórbankinn Deutsche Bank þurfti að afskrifa 407 milljónir evra, eða um 66 milljarða íslenskra króna, vegna Actavis árið 2011.[1]

TilvitnanirBreyta

TenglarBreyta

Erlendar heimasíður Actavis