Susan Sarandon

Susan Sarandon.

Susan Abigail Sarandon (f. 4. október 1946) er bandarísk leikkona og aðgerðarsinni. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun á leikferli sínum, m.a. Óskarsverðlaun, bresku BAFTA verðlaunin og verið tilnefnd níu sinnum til Golden Globe verðlaunanna. Susan er einnig kunn fyrir pólitíska baráttu sína og var útnefnd sem góðgerðarsendiherra UNICEF árið 1999.

HeimildBreyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Susan Sarandon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Skoðað 4. október 2019.