Surtla var eldstöð um 2,5 kílómetra austnorðaustur af Surtsey, sem gaus í neðansjávareldgosum 28. desember 19646. janúar 1965. Gosefnin náðu aldrei að hrúgast svo mikið upp að þau kæmust upp á yfirborðið og myndaðist því engin eyja þarna eins og í gosunum í Surtsey, Jólni og Syrtlingi. Minnsta dýpi sem þar mældist var 23 metrar en nú er dýpið þar sem Surtla var 47 metrar.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.