Syrtlingur var ein af fjórum neðansjávareldstöðvum í Surtseyjargosinu (hinar voru Surtsey, Jólnir og Surtla) og ein þriggja eyja sem mynduðust.

Fyrst varð vart við umbrot í lok maí 1965 um 600 metra austnorðaustur af Surtsey og 8. júní var þar komin eyja, um 16 metra há og 170 metrar í þvermál. Hún hvarf snöggvast en kom aftur og 17. september var hún rúmir 70 metrar á hæð og um 650 metrar á lengd. Um það leyti hætti gos í Syrtlingi og hann var fljótur að hverfa í briminu; síðast sást til eyjarinnar 17. október og hún var horfin með öllu viku síðar. Þarna er nú 34 metra dýpi.

Heimildir

breyta
  • „Náttúrufræðingurinn, 35. árgangur: Sitt af hverju um Surtseyjargosið“.