Sundlaug Kópavogs
Sundlaug Kópavogs er ein af sundlaugum Íslands sem staðsett er á Rútstúni á Kársnesi í vesturbæ Kópavogs.
Sundlaugin var fyrst tekin í notkun 1967, þá með einni laug sem var 17x8 metrar að stærð. Þrír heitir pottar komu svo við hliðina á lauginni.
1991 var önnur laug og mun stærri tekin í notkun, fullgild 50x25 metra keppnislaug. Að auki var þá sett upp rennibraut í litla laug við hlið stóru laugarinnar og öll búningsaðstaða færð í nýja klefa og heitum pottum fjölgað.
Þann 11. maí 2008 var ný og breytt sundlaug opnuð, 50x25 metra keppnislaugin var á sínum stað en elsta laugin og pottar þar voru horfin, í þeirra stað var komin 25 metra keppnislaug með áhorfendabekkjum sem og 10 metra vaðlaug, báðar innanhúss.