Kársnes er nes sem liggur milli voganna Kópavogs (vogarins, en ekki bæjarfélagsins) og Fossvogs. Það er vestasti hluti Kópavogsbæjar. Efst á Kársnesi stendur Borgarholt.

Kársnes sunnan megin.

Nafnið breyta

Uppi eru nokkrar kenningar varðandi nafngiftina. Í örnefnaskrá Adolfs J. E. Petersens segir eftirfarandi: „Kórsnes, svo hét að minnsta kosti vestasti hluti þess svæðis sem nú er almennt nefnt Kársnes. Nafnið Kórsnes er dregið af hellisskúta er var næstum fram við sjó vestan við hús 108 við Kársnesbraut.“ [1]

Einnig hefur Adolf það eftir Ingjaldi Ísakssyni að nafnið Kórsnes sé dregið af þjóðsögu sem segir að ormur hafi legið á skerjum úti fyrir nesinu þegar lágsjávað var en síðan hafi hann skriðið í land og legið í laut sem hét Kór. Kórssker þetta er nú komið undir landfyllingu sem og tjörn sem nefndist Kórstjörn og var jafnframt vestast á nesinu.[2]

Byggð breyta

Fyrir 1936 var aðeins að finna ríkisjörðina Kópavog á nesinu og samnefndan bæ sem þar stóð. Síðan byrjaði Kópavogur að byggjast.

Á nesinu er að finna helstu menningarstofnanir Kópavogs, Listasafn Kópavogs Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs og tónleikahúsið Salinn. Þar er líka Kópavogskirkja og Kársnesskóli.

Bæjarhlutinn á Kársnesi hefur yfirleitt verið nefndur Vesturbærinn af Kópavogsbúum, landamörkin voru miðuð við Hafnarfjarðarveginn sem í áratugi sleit byggð á Kársnesi frá öðrum hlutum Kópavogs.

Tilvísanir breyta

  1. Örnefnaskrá Adolfs J. E. Petersens
  2. „Örnefnaskrá“ (PDF). Bæjarskipulag Kópavogsbæjar 1993. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13. febrúar 2015. Sótt 17. febrúar 2013.

Heimildir breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu