Suðvestur-England
Suðvestur-England er einn af níu embættislegum landshlutum á Englandi. Hann er stærsti landshlutinn á Englandi og er 23.828 km² að flatarmáli. Hann inniheldur sýslurnar Cornwall, Devon, Dorset, Gloucestershire, Somerset og Wiltshire, og líka Syllinga. Landshlutinn er svæði sem yfirleitt nefnist West Country á ensku og inniheldur mikið af Wessex. Nyrsti punkturinn á Suðvestur-Englandi, Chipping Campden, er eins nærri við Skotland og hann er við Cornwall. Íbúafjöldinn er 4.928.458.
Suðvestur-England er þekkt fyrir að búa til Cheddar-ost sem varð til í þorpinu Cheddar í Somerset-sýslunni. Rjómate (e. cream tea) frá Devon sýslunni og eplasafi eru líka frægar útflutningsvörur frá landshlutanum. Svæðið er líka þekkt fyrir Eden-verkefnið, Aardman Animations, Glastonbury-hátíðina og strendurnar í Cornwall þar sem er hægt að bruna á brimbretti. Það eru tveir þjóðgarðar og fjórar heimsminjaskrár UNESCO inni í Suðvestur-Englandi.