Styrkár Oddason (f. 1110 - d. um 1180) var íslenskur lögsögumaður á 12. öld., gegndi starfinu 1171-1180. Gissur Hallsson var kjörinn lögsögumaður á Alþingi 1181 og var Styrkár þá látinn.

Ekkert er vitað með vissu um ætt hans en getgátur hafa verið settar fram um að hann hafi verið sonur Odda Helgasonar (Stjörnu-Odda), sem var í Múla í Aðaldal og hefur verið bent á að Sigurður sonur Styrkárs bjó þar einmitt síðar. Dóttir Styrkárs var Ingiríður, kona Kleppjárns Klængssonar goðorðsmanns á Hrafnagili í Eyjafirði. Sonur þeirra var Hallur Kleppjárnsson á Hrafnagili, sem barðist í Víðinesbardaga með Kolbeini Tumasyni. Kálfur Guttormsson lét drepa hann árið 1212.