Stratford, upprunalega Stratford Langthorne, er staður í borgarhlutanum Newham í Austur-London á Englandi. Hann verður aðalstaðsetning Ólympíuleikanna árið 2012 og vegna þess er hann í endurþróun núna. Í vinnslu eru nýtt samgöngukerfi, verslunarmiðstöð og íþróttahús sem verða búin fyir byrjun Ólympíuleikanna.

Lestarstöðin í Stratford.

Háskólinn í Austur-London (UEL) á stóra háskólalóð í Stratford, aðalbygging háskólans var byggð á 19. öldinni og er nú vernduð.

Nafnið „Stratford“ er úr fornensku en orðið merkir „gata“ eða „vað“. Það var upphaflega nafn tveggja samliggjandi þorpa sem stóðu á báðum bökkum Lea-árinnar.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.