Strýætt (fræðiheiti: Ramalinaceae)[1] er ætt fléttna. Sjö ættkvíslir ættarinnar finnast á Íslandi,[1] samtals 37 tegundir árið 2009.[2] Ein tegund af strýætt er á válista á Íslandi. Það er bjargskegg (Ramalina siliquosa) sem er flokkað sem tegund í yfirvofandi hættu (VU).[3]

Strýætt
Fjarkaduðra (Mycobilimbia tetramera) er af strýætt og finnst á Íslandi.
Fjarkaduðra (Mycobilimbia tetramera) er af strýætt og finnst á Íslandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Strýætt (Ramalinaceae)
Ættkvíslir á Íslandi

Búlgur (Toninia)
Myrjur (Bacidia)
Stúfur (Lecania)
Örður (Biatora)
Bilimbia
Mycobilimbia
Ramalina

Flestar tegundir af strýætt hafa glær tví- til marghólfa askgró með einraða frumum.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag
  2. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.
  3. Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.