Stjarnfræðilegt fyrirbæri
(Endurbeint frá Stjarnfræðileg fyrirbæri)
Stjarnfræðilegt fyrirbæri er hvers kyns fyrirbæri, sem stjörnufræðin fæst við, til dæmis geimryk, geimgeislun og þyngdargeislun. Geimfyrirbæri eru stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri sem finnast eða talið er að finnist í geimnum, þar á meðal jörðin, tunglið, sólin, reikistjörnurnar, sólstjörnur, hvítir dvergar, vetrarbrautin, stjörnuþokur, halastjörnur, smástirni, dulstirni, svarthol, hulduefni og fleira. Himinfyrirbæri eru skilgreind sem geimfyrirbæri, sem sjást frá jörðu (þó jörðin sjálf flokkist ekki sem himinfyrirbæri), til dæmis himinhnettir (sólin, tunglið og sýnilegar reikistjörnur), loftsteinar, halastjörnur og norðurljós.