Hvítur dvergur er geimfyrirbæri, sem myndast vegna þyngdarhruns sólstjarna og má kalla kulnaða sólstjörnu. Þessar sólstjörnur skortir massann til þess að leysa úr læðingi nægan hita fyrir kjarnasamruna kolefnis. Eftir að stjörnurnar breytast í rauðan risa, á meðan vetnisbruna stendur, losa þær sig við ytri lög sín og mynda hringþoka. Eftir verður hreyfingarlaus þéttur kjarni sem samanstendur aðallega af kolefni og súrefni.

Þessi afgangs kjarni þrýtur orku og mun smám saman geisla frá sér rytju orkunnar og kólna. Við þyngdarhrun verður kjarninn afar þéttur og er þetta eitt þéttasta form efnis sem þekkist (109kg.m-3) að undanskildum nifteindastjörnum. Massinn jafngildir um helming massa Sólar og stærðin er rúmleg stærð jarðar. Verði kjarninn þyngri en sem samsvarar 1.4 sólmössum springur sem gerð Ia sprengistjarna. Stjörnuflokkur hvítra dverga er D.

Tenglar breyta