Stjórnarskrá Noregs

Stjórnarskrá Noregs (opinbert heiti á dönsku: Kongeriget Norges Grundlov, bókmál: Kongeriket Norges Grunnlov, nýnorska: Kongeriket Noregs Grunnlov) tók fyrst gildi þann 16. maí 1814 og var undirrituð og dagsett 17. maí af norska stjórnlagaþinginu í Eiðsvelli. Á sínum tíma var hún talin vera ein frjálslyndasta og lýðræðislega stjórnarskráin í heimi. Hún er næstelsta stjórnarskrá Evrópu á eftir stjórnarskrá Póllands (3. maí 1791). Undirskriftardagur stjórnarskrárinnar, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Noregs.

Árið 2014 samþykkti Stórþingið umfangsmestu breytingar á stjórnarskránni frá 1814 en nýjum ákvæðum um mannréttindi var bætt við. Aðrar breytingar hafa verið gerðar á stjórnarskránni í tímans rás. Árið 1851 var ákvæði, sem meinti gyðingum inngöngu inn í Noreg, fellt niður. Eftir breytingu á stjórnarskránni árið 1898 fengu karlmenn kosningarétt en almennur kosningaréttur var innleiddur með breytingu á stjórnarskránni árið 1913.

Vegna sögulegs mikilvægs atburða ársins 1814 er málfar í stjórnarskránni mjög íhaldssamt. Á þeim tíma sem hún var skrifuð var danska ennþá opinbera tungumál Noregs en norska var talin dönsk mállýska. Árið 1903 var málfari stjórnarskrárinnar breytt með því að uppfæra rithátt nokkurra orða sem hafði breyst síðan hún var fyrst sett á blað. Með öllum nýlegum breytingum er reynt að halda málfari eins nálægt því sem finnst í útgáfunni frá 1903. Til dæmis er orðið „umhverfi“ ritað með gamla rithættinum Milieu en ekki miljø eins og á nútímanorsku, þrátt fyrir að þetta orð hafi ekki verið til árið 1903.

Í tilefni hundrað ára afmælis stjórnarskrárinnar var hún gefin út bæði á bókmáli og nýnorsku.

  Þessi Noregsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.