Steinlunga er langvarandi bólga og örmyndun í lungunum vegna innöndunar asbests. Einkenni steinlunga eru mæði, hósti, más og brjóstverkir. Meðal fylgikvilla steinlunga eru lungnakrabbamein, fleiðrukrabbamein og hjartasjúkdómur.

Snemmbúin merki um steinlunga sjást á þindinni á þessari röntgenmynd.

Orsök steinlunga er endurtekin innöndun asbestþráða yfir langt tímabil. Þeir sem vinna með asbest eru líklegri til að verða fyrir áhrifum steinlunga. Allar tegundir asbestþráða geta valdið steinlunga. Steinlunga má greina með því að safna upplýsingum um starfsferil sjúklingsins og röntgenmyndum af lungunum.

Steinlunga er ólæknanlegt. Mælt er með því að sjúklingurinn hætti að reykja, sé bólusettur gegn flensu og lungnabólgasýkli og fari í súrefnismeðferð. Um það bil 150.000 manns þjáðust af steinlunga árið 2015 en 3.600 þeirra létust úr áhrifum þess.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.