Stafrænn gjaldmiðill seðlabanka

Stafrænn gjaldmiðill seðlabanka (enska: central bank digital currency, skammstafað CBDC) er stafrænn gjaldmiðill sem er gefinn út af seðlabanka tiltekins lands. Verðgildi þessa gjaldmiðils er því sett fram í þeim lögeyri sem seðlabankinn gefur út líkt og hefðbundnir peningar. Gerður er greinarmunur á stafrænum gjaldmiðlum sem eru notaðir í heildsölu (einkum í millibankaviðskiptum) og stafrænni mynt í smásölu, sem er ætluð fyrir almenn viðskipti almennings og fyrirtækja. Slík mynt er oft gagnrýnd vegna hættu á misnotkun stjórnvalda, þar sem persónuvernd er vikið til hliðar í nafni fjármálaeftirlits og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, en nær líka yfir lögmæt markmið eins og fjármögnun stjórnmálastarfs, fjölmiðla og mannréttindabaráttu.[1] Seðlabanki Íslands hefur skoðað möguleika á útgáfu rafkrónu fyrir almenn viðskipti á Íslandi.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Ethan Lou (27. janúar 2022). „China is blazing a trail with the digital yuan and governments around the world are watching closely“. FinancialPost.com.
  2. Rafkróna? (Report). Sérrit nr. 12. Seðlabanki Íslands. 2018.