Stafn í Skíðadal

Stafn var innsta bújörð í Skíðadal. Bæjarins er fyrst getið í máldaga Vallakirkju frá 1318 og síðan öðru hvoru í gögnum kirkjunnar fram á síðari hluta 16. aldar. Þá virðist jörðin farin í eyði að minnsta kosti um hríð. Munnmæli herma þó að búið hafi verið í Stafni seint á 17. öld og síðasti bóndinn hafi heitið Steinólfur. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1712 segir að Stafn sé fornt eyðiból og að þar séu greinileg ummerki bygginga en um dýrleika jarðarinnar sé ekki vitað. Land hennar var þá nýtt sem afrétt fyrir lömb og geldfé og einnig grasatekju. Bærinn stóð við ármót Skíðadalsár og Vesturárdalsár. Næsti bær var Sveinsstaðir sem stóð um tveimur kílómetrum utar í dalnum.

Heimildir:

  • Árna Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók.
  • Stefán Aðalsteinsson 1976. Svarfdælingar. Fyrra bindi. Iðunn, Reykjavík.