Leturgerð
(Endurbeint frá Stafagerð)
Steinskrift | |
Þverendaletur | |
Þverendaletur með þverendum í rauðu |
Leturgerð eða stafagerð er í leturfræði safn bókstafa og tákna sem hafa sömu hönnun. Ýmislegar leturgerðaflokkanir eru til en helstu eru þverendaletur og steinskrift. Þverendar kallast þau litlu strik á endum stafs. Upprunulega átti þetta orð við um blýstafi af sömu leturgerð en í dag er það helst notað um tölvuskrár sem innihalda leturgerðarbrigði. Það að hanna nýja leturgerð kallast leturhönnun þar sem það að vinna með og stilla leturgerðir heitir leturfræði.
Flokkarnir
breytaNútíma latneskum leturgerðum er oft skipt niður í sex höfuðflokka:
- Gamalt handritaletur (gömul antíkva) einkennist af rúnuðum þverendum og litlum þykktarmun á dráttum. Dæmi eru leturgerðirnar Garamond hannað af Claude Garamond, og Palatino.
- Nýtt handritaletur (ný antíkva) þekkist vel á beinum þverendum og verulegum þyktarmun á dráttum. Dæmi eru Bodoni hannað af Giambattista Bodoni, og Didot.
- Blendingsletur (milliantíkva) er sambland af gömlu og nýju handritaletri. Til dæmis er hún með rúnuðum þverendum en afgerandi þykktarmun drátta. Dæmi um blendingsletur er Times Roman hannað af Stanley Morison og Victor Lardent, og Georgia.
- Steinskrift (grotesk) þekkist á því að engir þverendar eru á letrinu. Enn fremur eru allir leggir álíka þykkir. Dæmi um steinskrift er Helvetica hannað af Max Miedinger, Arial, og Calibri.
- Egypskt letur er þrátt fyrir nafnið yngst þessara letra og sækir form sitt bæði til steinskriftar og handritaletur. Allir þættir letursins eru álíka þykkir, þar með talið þverendarnir. Í dag er þessi tegund leturs oftast kölluð slab serif.Dæmi um egypskt letur er Clarendon, Memphis, Courier og Rockwell
- Skrifletur – Eftirlíking af handskrift og til í óteljandi útfærslum. Dæmi um frægasta skrifletrið er líklega Cézanne hannað af Michael Want og Richard Kegler sem eftirlíking af handskrift málarans Paul Cézanne
-
Garamond: Dæmi um gamalt handritaletur.
-
Bodoni: Dæmi um nýtt handritaletur.
-
Times New Roman: Dæmi um blendingsletur.
-
Helvetica: Dæmi um steinskrift.
-
Rockwell: Dæmi um egypskt letur.
Sjá einnig
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Typeface“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. ágúst 2011.
- Kaj Johansson, Peter Lundberg og Robert Ryberg (2008). Grafísk miðlun. Iðnú.
- Björgvin Sig. Haraldsson, Torfi Jónsson. 1970. kennslubók í leturgerð. (Reykjavík: Björgvin Sig. Haraldsson).
- Fyrirmynd greinarinnar var „Typeface“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Garamond“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Bodoni“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Times_Roman“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Helvetica“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Futura_(typeface)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Rockwell_(typeface)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Cézanne_(typeface)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.