Stúlka með höfuð
Stúlka með höfuð er skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Bókin sem kom út árið 2015 er sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur og Stúlku með maga. Í bókunum segir Þórunn sögu móður sinnar og formæðra og blandar saman heimildum og skáldlegri túlkun. Í bókinni Stúlka með höfuð segir Þórunn frá uppvexti sínum í Reykjavík á rokk og hippabilinu, skilnaði foreldra sinna og stúdentalífi í Lundi og Mexíkó. Sagan er uppvaxtar- og þroskasaga þar sem líkaminn er í forgrunni.
Tengill
breyta- Friðrikka Benónýsdóttir,Minnkaði höfuðið og stækkaði líkamann, Fréttatíminn 13. nóvember 2015[óvirkur tengill]
Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.