Chiloé-eyja

(Endurbeint frá Stóra-Chiloéey)

Chiloé-eyja (spænska: Isla de Chiloé), er stærsta eyja Chiloé-eyjaklasans undan ströndum Suður-Síle, í Los Lagos-fylki. Hún er næst stærsta eyja landsins á eftir Stóru Eldlandsey; 8.394 ferkílómetrar. Höfuðstaðurinn heitir Castro en alls búa um 150.000 manns á Chiloé-eyju. Áformað er að byggja brú til meginlandsins frá eyjunni.

Kort.
Bærinn Castro.

Tempraður regnskógur er á vesturhluta eyjunnar og er þar Chiloé-þjóðgarðurinn. Spænskir landnemar nefndu eyjuna í fyrstu Nýju-Galisíu en Chiloé varð ofan á. Það er úr máli frumbyggja og þýðir staður mávanna.


Heimildir

breyta