Stólpípa er áhald til að láta vökva renna inn í endaþarm og neðri hluta ristils um bakrauf. Það er einnig haft um læknismeðferðina sjálfa og þá talað um að setja einhverjum stólpípu. Sá verknaður er einnig nefndur innhelling. Mönnum er yfirleitt sett stólpípa gegn hægðatregðu, en einnig til að koma vökva, sem inniheldur lyf, næringu eða rannsóknarefni í endaþarm. Einnig láta sumir setja sér stólpípu við ristilhreinsun, en sú aðferð er umdeild.

2 stólpípa tæki, 4 lítra hvor
750 ml stólpípa

Einnig er talað um að setja einhverjum dás í sömu merkingu og einnig er sagt við vissar aðstæður að setja einhverjum sáputappa. Sáputappinn er þó líklega sú aðferð að losa um hægðartregðu með því að stinga agnarögn úr sápustykki upp í endaþarm til að losa um, og engin stólpípa notuð til verksins. Er það gömul aðferð, og ekki mikið notuð nútildags.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.